Skál / Reykkelsisstandur
15.900 ISK
Falleg og fjölhæf skál – aðeins takmarkað magn.
Glæsileg skál á fæti úr Travertine Silver náttúrusteini sem sameinar náttúrulega fegurð og fágaða hönnun. Þar sem um náttúrustein er að ræða er hver skál einstök í lit, áferð og mynstri.
Skálin hentar einstaklega vel sem skraut- og nytjahlutur, til dæmis undir kerti, nammi eða kex. Einnig er hún sérlega falleg sem reykkelsisskál, en örlítið gat er í miðjunni sem gerir kleift að stinga reykkelsi ofan í á einfaldan og öruggan hátt.
Stærð
- L × B × H: 15 × 15 × 15 cm
Tímalaus náttúruleg hönnun sem passar jafnt í stofu, svefnherbergi eða baðherbergi og setur hlýlegan, fágaðan svip á rýmið.
Pantanir fara fram á granitsmidjan@granitsmidjan.is eða í síma 571-4300









