fbpx

Við sérsmíðum borðplötur úr náttúrústein í eldhús, baðherbergi og aðra sérsmíði eftir þörfum og óskum viðskiptavina okkar. Við sjáum um allt ferlið, frá mælingu til uppsetningu. Við erum með yfir 15 ára reynslu af framleiðslu og uppsetningum á náttúrústein og bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu.

FÁÐU STEININN Í BORÐPLÖTUNA HJÁ OKKUR

Kvartssteinn er náttúrulegur steinn sem er samansettur úr hreinum kísil og súrefni. Kvarts borðplötur eru samansettar úr ca. 95% kvartsi á móti 5% af epoxý plastefni.

Marmari er náttúrulegur steinn og finnst í mörgum litaafbrigðum. Hvítur marmari er afleiðing á mjög hreinum (kísilsnauðum) kalksteini. Litaður marmari og æðarnar sem sjást oft í marmara eru afleiðing óhreininda eins og leirs, silts, sands eða járnoxíða sem voru til staðar sem korn eða lög í kalksteininum. Marmari er mjúkur og auðvinnanlegur en afar viðkvæmur.

Granít er náttúrulegur steinn sem er samansettur úr grófkristölluðu og kísilríku djúpbergi. Granít hefur verið vinsælt að nota í borðplötur í eldhús í áraraðir vegna þess hve sterkt efnið er og þolir mikið.

Kvartssít er náttúrulegur steinn sem upprunalega er sandsteinn. Með hita og háum þrýsting í berginu breytist sandsteinninn í kvartssít með tímanum.

Travertine er náttúrulegur steinn og kemur í mjög hlýjum og náttúrulegum litatónum, eins og brúnum, beige og brúnrauðum tónum.

Onyx er einstakur náttúrulegur steinn sem á uppruna sinn í dropasteinsfellingum kalksteinshella. Onyx er tiltölulega mjúkur steinn og það sem einkennir Onyx stein er að það er hægt að hafa lýsingu á bakvið hann til að auka gegnsæi steinsins.