
Við vitum hvað það getur verið erfitt að setja saman innréttingar og velja saman liti sem passa saman o.s.frv. þar sem heildarútkoman er erfitt að sjá fyrir sér. Með eldhús- og baðherbergisforritinu sem birgjarnir okkar bjóða upp á getur þú sett saman þitt eldhús eða baðherbergi og þannig séð hvernig mismunandi borðplötur og veggklæðningar koma út við eldhús- og baðherbergisinnréttingu sem þú hefur valið þér. Við vonum að þetta komi þér að gagni.
Ráðgjafar okkar eru einnig ávallt reiðubúnir að aðstoða þig með valið í síma eða á skrifstofu okkar í Smiðsbúð 3 í Garðabæ. Við erum alltaf með heitt á könnunni á milli kl. 09:00 – 17:00 mán – fim og 09:00 – 16:00 á föstudögum.